Þjónusta fyrir aldraða er búa í heimahúsum

Þjónusta fyrir aldraða er búa í heimahúsumDagdvöl

Dagdvöl er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun aldraðra og stuðla að því að þeir geti búið sem lengst heima. Dagdvöl er í boði alla virkadaga og getur dvalartímin verið allt frá einum upp í fimm daga vikunar. Gestir dagdvalar eru sóttir að morgni og ekið heim síðdegis.  Dagdvöl er rekin á daggjöldum frá velferðarráðneyti og með greiðsluþátttöku gesta (akstur og matur er inn í því). Sótt er um að komast í dagdvöl með að hafa samband við Kirkjuhvol og athugað hvort laust sé í dvölina. Kirkjuhvoll hefur heimilid fyrir tveimum dagdvalarrýmum. 
 
Heimsendur matur
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu hefur gert samning við Kirkjuhvol um kaup á mat til þeirra eldriborgara á svæðinu sem á þurfa að halda. Til að sækja um að fá heimsendan mat er haft samband við félagsþjónustuna.