Þjónusta

Hjúkrun 

Hjúkrunarfræðingur er á vakt allan sólarhringinn - annað hvort staðsettur í húsinu eða á bakvakt. Hjúkrunarfræðingur skipuleggur hjúkrun í samráði við sjúkraliða og annað starfsfólk. Lagt er upp með einstaklingshæfða hjúkrun eftir þörfum hvers og eins. Mikilvægt er að líta ekki á Kirkjuhvol sem lokaða

stofnun, þar sem íbúar mega ekki fara úr húsi. Að taka sína nánustu í bíltúr, búðarferðir eða heimsóknir

á tyllidögum og öðrum dögum er nokkuð sem gefur fólki mikið, bæði einstaklingnum og aðstandendum hans.

 

 

Læknir

Kirkjuhvoll hefur samning við heilsugæsluna í Rangárþingi varðandi læknisþjónustu.

Læknar bera faglega ábyrgð á læknisþjónustu við heimilismenn. Læknar hafa fastan viðveru tíma á

Kirkjuhvoli og líta einnig við oftar eftir þörfum, þá í samráði við hjúkrunarfræðing.

Ef heimilismenn þurfa á sérfræðiþjónustu að halda er pantaður tími hjá sérfræðingi, samráð er haft við aðstandendur varðandi akstur til sérfræðings. 


Sjúkraþjálfun

Linda Ósk Sigurbjörnsdóttir  sjúkraþjálfari er í 50 % starfi við heimilið og sinnir heimilismönnum í samráði við lækni og hjúkrunarfræðing. Viðvera sjúkraþjálfara er kl. 9-13 á mánudögum og kl. 9-17 miðvikudaga og föstudaga. Sjúkraþjálfari stýrir leikfimi  tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og föstudögum kl 10.


Bankaþjónusta

Er veitt af Landsbanka Íslands alla þriðjudaga frá kl 10:45-11:30

Hárgreiðsla

Poula Kristín Buch, hárgreiðslukona kemur annan hvern miðvikudag. Heimilisfólk getur pantað tíma hjá starfsfólki, heimilisfólkið greiðir fyrir þessa þjónustu.


Fótaaðgerðafræðingur 

Fótaaðgerðafræðingur kemur einu sinni til tvisvar í mánuði, tímapantanir hjá starfsfólki. Heimilisfólk greiðir fyrir þessa þjónustu. 


Snyrtifræðingur

Ágústa Guðjónsdóttir, snyrtifræðingur kemur reglulega. Heimilisfólk getur pantað tíma hjá starfsfólki, heimilisfólkið greiðir fyrir þessa þjónustu.