Saga /Húsnæði

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll var stofnað af sveitarfélögunum í Rangárþingi eystra. Rekstur heimilisins hófst 1. mars 1985, síðar var byggt við húsið og sá  áfangi tekinn í notkun árið 1989. Húsnæðið er á tveimur hæðum með kjallara undir hluta. 
Allir íbúar eru í einbýli, ýmist herbergjum eða í litlum íbúðum. Hjón eiga kost á að búa saman í hjónaíbúðum. Í öllum íbúðum er neyðarhnappur til að kalla eftir aðstoð og einnig er tenging fyrir síma og sjónvarp.

Í ágúst 2005 var betrumbætt útivistarsvæði Kirkjuhvols vígt. Heimilisfólki gefst nú kostur á útiveru í fallegu umhverfi sem er baðað ljósum er skyggja tekur. Ágætis göngutúr er hringinn í kringum bygginguna með hitalögðum gangstíg, ásamt yndislegu afdrepi í upphituðu garðhýsi sem ber nafnið Uppsalir.

Sveitarfélagið sér að mestu leyti um rekstur heimilisins.