Frétt

31.08.2016 14:06

FYRSTA SKÓFLUSTUNGA Á KIRKJUHVOLI 27. ÁGÚST


Mikill gleðidagur var á Kirkjuhvoli 27.ágúst s.l. þegar fyrstu skóflustungur vegna langþráðrar viðbyggingar við húsið voru teknar af þeim Ólöfu Guðbjörgu Eggertsdóttur hjúkrunarforstjóra, Lilju Einarsdóttur oddvita  og Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra. Barnakór Hvolsskóla söng og Lilja oddviti flutti ávarp. Ísólfur Gylfi, sem stjórnaði samkomunni bauð viðstöddum í kaffi og kleinur í garðinum fallega, sem Kirkjuhvoll á Uppsalabræðrum að þakka. Veitingarnar gerðar af meistarahöndum eldhússtarfsmanna. Um leið og gestir voru að kveðja duttu fyrstu regndroparnir af himnum ofan og þegar allir voru komnir "undir þak" gerði dágóða dembu. Veðurguðirnir enn einu sinni hliðhollir Kirkjuhvoli. 

Fyrr um daginn höfðu heimilisfólk og starfsmenn á vaktinni komið saman í setustofu og skálað fyrir viðburðinum. Halldór Óskarsson var mættur og spilaði létt lög á flyginn. 

 

 


Til baka