Frétt

14.06.2015 22:57

Aðstandendadagur og 30 ára afmæli Kirkjuhvols.

Aðstandendadagur með afmælisívafi var haldinn á Kirkjuhvoli í dag. Veðrið lék við okkur og margir komu til að gleðjast með okkur. Tónlistaratriði voru flutt af nemendum tónlistarskólans, Ísólfur Gylfi flutti ágrip af sögu Kirkjuhvols, Guðrún Markúsdóttir, Langagerði afhjúpaði  minnismerki um föður sinn, Markús Runólfsson  en hann var aðalhvatamaður að stofnun og byggingu Kirkjuhvols. Harmonikufélagið heiðraði Kirkjuhvol með ljúfum tónum og fóru tónleikarnir fram úti í garði í sólskininu. Þökk sé veðurguðunum, skemmtikröftum, gestum, aðstandendum, eldhússnillingunum og öðru starfsfólki og  síðast en ekki síst heimilisfólki fyrir frábæran dag.

 

  


Til baka