Frétt

07.05.2015 23:11

SUMARIÐ ER ALVEG AÐ KOMA

Nokkuð er um liðið síðan  nýtt efni hefur litið dagsins ljós hér á síðunni. Eins og fjölmiðlamenn segja oft; tæknin hefur verið að stríða okkur, en nú vonum við að allt sé komið í lag og aðgangur virki. Við á Kirkjuhvoli erum eins og aðrir Íslendingar, orðin langeyg eftir vorinu, höfðum að þreyja þorrann og góuna, tókum glöð á móti sumardeginum fyrsta, þann dag fengum við heilan karlakór í heimsókn, Eldri Þresti úr Hafnarfirði og hestamenn úr Hvolhreppsdeild Geysis með fánabera í broddi fylkingar. Fleiri góðar heimsóknir höfum við fengið, Kór eldri borgara, Kirkjuskólann, Kristjönu Skúladóttur söng- og leikkonu, þeim öllum þökkum við sem og öðrum, sem hafa komið með söng og gleði til okkar.  Og enn segjum við: Sumarið er alveg að koma ! 


Til baka