Frétt

26.01.2015 10:15

ÞORRABLÓT

Að vanda var þorrablót Kirkjuhvols haldið á bóndadaginn sem nú bar upp á 23.janúar. Boðið var upp á þorramat eins og hann gerist bestur hjá snillingunum í eldhúsinu - tónlistaratriði, sem flutt var af þeim Einari Viðari Viðarssyni, Berglindi Hákonardóttur og Önnu Kristínu Guðjónsdóttur, myndir og minningar frá liðnu ári, ávarp Lilju Einarsdóttur og að lokum var stuðdansleikur. Hljómsveitina skipuðu  þeir Dieter, Ágúst Ingi, Ísólfur Gylfi, Sveinn (Denni) og Jón í Hallgeirsey. Kirkjuhvoll þakkar öllum þessum aðilum, svo og konunum í Aðstandendafélaginu, Hvolsskóla, Hvolnum og öðrum sem hjálpuðu til.
Til baka