Frétt

29.12.2014 23:09

Annríki í desember

Í desember er mikið um að vera á Kirkjuhvoli eins og öðrum heimilum. Margir voru á ferðinni, með söng og hljóðfæraleik, yngsta kynslóðin lét ekki sitt eftir liggja, því Kirkjuskólinn, Tónlistarskólinn, Barnakór Hvolsskóla og nemendur Guðrúnar Markúsdóttur héldu jólatónleika, sem og Kirkjukór Landeyja, Kór eldri borgara og Aðalheiður Gunnarsdóttir tónlistarkennari. Heimiliskonur tóku þátt í smákökubakstri og Aðstendendafélagið stóð fyrir laufabrauðsgerð. Húsið þvegið,pússað,skreytt og ilmurinn úr eldhúsinu oft var lokkandi. Kirkjuhvoll þakkar góðum gestum og öllum öðrum velunnurum  fyrir árið sem er að kveðja og óskar þeim gleðilegs nýárs. Vonandi verður það árið, sem ríkisvaldið samþykkir að hefjast handa við að stækka Kirkjuhvolinn okkar.Til baka