Sækja um dvöl

Til að eiga kost á að dvelja á Kirkjuhvoli, hvort heldur í hjúkrunarrými eða dvalarrými, þarf viðkomandi einstaklingur að hafa svokallað færni og heilsumat.

Nánari upplýsingar á heimasíðu landlæknis. 

Umsóknareyðublað má finna hér undir lið 5 á eftirfarandi vefsíðu: Landlæknisembættið

Umsóknin er send á:  Færni og heilsufarsnefnd

                                      Heilbrigðisstornun Suðurlands

                                       v/Árveg  800 Selfoss


Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð viðkomandi veitir nánari upplýsingar um gerð matsins. 

Einnig er velkomið að hafa samband við okkur á Kirkjuhvoli ef eitthvað er óljóst.

Þegar viðkomandi hefur fengið matið, er viðkomandi einstaklingur skráður á biðlista  á Kirkjuhvoli. Þegar rými losnar höfum við samband við færni og heilsumatsnefnd sem tilnefnir einstakling í rýmið.